15.8.2011 | 09:40
UMRITUN
Á sínum tíma átti Morgunblaðið fulltrúa í nefnd sem samdi reglur varðandi umritun úr slafneskum málum.
Það er undarlegt að Mbl. skuli ekki fylgja þessum reglum, sem gefa lesendum sýnu betri hugmynd um framburð en hrá eftiröpun enskra umritunar, sem er reyndar æði frumstæð.
Sem sagt: Garbatsjov, Jeltsin
Bush varaði Gorbachev við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Helgafell
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sú var tíð að Morgunblaðið hafði vissan metnað varðandi blaðamennsku, ef frá eru taldir leiðarar, Staksteinar og Reykjavíkurbréf og allt blaðið vikurnar fyrir kosningar. Aðra hluta ársins mátti gera ráð fyrir örlitlum mun á fréttaskrifum og pólitísku trúboði. Enn mikilvægara var menningarlegur metnaður, ekki síst undir ritstjórn Matthíasar Jóhannessen, sérstaklega í Lesbók og blaðið reyndi að vanda málfar. Allt er þetta horfið, eftir stendur hatursáráður afdankaðs póitíkusar sem notar ritstjórastöðuna til að endurrita söguna og koma höggi á þá sem enn standa í stjórnmálastarfi, samflokksmenn sem aðra. Varðandi umritun slavneskra nafna er sjálfsagt að gera kröfu til þess að rússnesk nöfn og nöfn úr öðrum málum sem rituð eru öðru letri en latnesku séu umrituð samkvæmt almennum reglum í íslensku. Tékkneska og pólska eru þó erfiðari þar sem þar er um að ræða latneskt letur sem krefst þó aragrúa af aukatáknum (díakrítiskum táknum). Ég hef sjálfur reynt að læra tékknesku (með litlum árangri reyndar) og þekki táknin. Ég myndi þó ekki gera kröfu um að allir fjölmiðlar ráði við þau öll. Hins vegar mætti ætlast til þess að þeir sem starfa við Moggann kunni íslensku, en því fer greinilega víðs fjarri.
Sæmundur G. Halldórsson , 15.8.2011 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.